Stefnumót Ábendingar

Rafræn stefnumót eru ekki nýtt fyrirbæri en stundum er samt eins og maður sért eina manneskjan sem veit ekki hvernig þetta virkar allt saman. Við hjá Firstdate skulum hjálpa til við að skýra málin!

Rafræn stefnumót hafa verið vinsæl leið til að finna ástina í meira en áratug. Öfugt við drukkin kynni á barnum eru rafræn stefnumót þægileg og ánægjuleg leið til að kynnast fólki – engin pressa og ekkert stress.

Eitt af því sem gerir rafræn stefnumót olík hefðbundnum stefnumótum er að þú getur daðrað við fleiri en einn í einu. Hlutirnir geta gerst hratt í stefnumótafrumskóginum og þó það sé ráðlegt að taka sér tíma er nóg af fólki sem vill hittast strax. Treystu eðlisávísuninni og hittu fólk bara augliti til auglitis ef þér finnst það rétt.

Hvernig þú getur fundið réttu manneskjuna?

Það getur verið sniðugt að gera sér engar væntingar en væntingar geta líka gert það auðveldara að finna manneskjuna sem þú ert að leita að. Vertu viss um að eyða smá tíma í að velta fyrir þér hverskonar manneskju þig langar að kynnast. Mundu að stefnumót eru ekki eins og kaffi auglýsing þar sem draumaprinsinn dettur niður um þakið og allt er fullkomið frá fyrstu stundu. Rafræn stefnumót eru orðin hluti af hversdagslífinu og þurfa ekki að vera fullkomin eins og Hollywood-mynd. Þó er líka mikilvægt að reyna að vera jákvæð/ur og áhugasöm/samur til að vekja athygli.

Vertu viss um að vera heiðarleg/ur og hrósaðu fólki án þess að vera of ágeng/ur. Taktu hlutunum eins og þeir eru – og leyfðu þér að þora að hlægja!

Ad: