Kominn tími á fyrsta stefnumót?

Þegar það kemur að fyrsta stefnumóti er næsta víst að þú verðir með fiðring í maganum. Flott! Þannig á það að vera! Það er ekki alltaf auðvelt að láta sér detta í hug eitthvað að gera á fyrsta stefnumóti. 

Allir eru ólíkir. Sumum finnst gaman að gera eitthvað virkjandi meðan öðrum finnst best að slaka á og spjalla yfir kaffibolla. Kíktu á stefnumótaheilræði Firstdate. Og mundu að það sem virkilega skiptir máli er ekki hvað þið gerið á fyrsta stefnumótinu heldur það að þið hafið ákveðið að hittast og sjá hvort það er neisti á milli ykkar sem er kannski hægt að lífga frekar á næstu stefnumótum.

Nokkur heilræði fyrir fyrsta stefnumót

 • Lestu um manneskjuna sem þú ert að fara að hitta. Það er óþarfi að leggjast í rannsóknarvinnu um síðustu 20 ár af ævi viðkomandi en það er gott að reanna yfir smá og hafa í huga hvað þið hafið spjallað um.
 • Ef þið eruð bæði kaffidrykkjufólk, er þá ekki tilvalið að byrja á stefnumóti á besta kaffihúsi bæjarins? Að hittast í kaffi er vinsælasta fyrsta stefnumótið.
 • Kannski hentar betur að hittast að kvöldi til? Taktu frá borð á veitingastað sem er huggulegur en ekki tilgerðarlegur.
 • En hvers vegna ekki að hittast í billjard? Smá samkeppni hressir og kætir og hjálpar til að halda hlutunum á léttum nótum.
 • Ef það snjóar væri skemmtileg tilbreyting að fara saman á sleða.
 • Þér finnst kannski ekki þægilegt að spranga um á sundfötunum á fyrsta stefnumóti en að dýfa tánum í sjóinn og spjalla um náttúruna gæti verið ánægjulegt.
 • Ekki klæða þig of fínt og fórna þægindunum. Farðu í eitthvað sem þér finnst gott að vera í.
 • Vertu tímanlega. Láttu vita af þér ef þú ert að verða sein/n.
 • Ekki vera með of miklar væntingar. Þið gætuð átt vel saman jafnvel þó ekki neisti strax á milli ykkar.
 • Áttu hund? Þið getið farið saman í göngutúr með hundinn. Göngutúr þýðir að þið þurfið ekki að sitja hvort á móti öðru. Þetta er góð hugmynd fyrir þá sem eru feimnir eða eirðarlausir.
 • Hittist í hádeginu! Það gefur stefnumótinu eðlilega lokapunkt og þið getið valið að halda áfram seinna.
 • Þið getið hist og drukkið vínglas en farðu þér rólega í drykkjunni. Það er auðvelt að drekka óvart aðeins of mikið þegar maður er taugaóstyrkur.
 • Ekki koma með gjöf á fyrsta stefnumót. Það er of tilgerðarlegt.
 • Hlustaðu. Og spurðu spurninga um það sem sagt var. Þannig flæða samræðurnar betur.
 • Haltu augnsambandi eins mikið og þú getur jafnvel þó þú sért taugaóstyrk/ur.
 • Þögn er ekki endilega slæm en til öryggis er góð hugmynd að vera búin/n að leggja á minnið nokkur áhugamál hinnar manneskjunnar svo þú hafir eitthvað til að spyrja um.
 • Er erfitt að koma samræðum af stað? Prófaðu að spyrja út í ferðalög. Norðurlandabúar eru miklir ferðalangar, hvort sem um er að ræða útlilegu úti á landi eða brimbrettaferð til Costa Rica.
 • Sannleikurinn er alltaf sagna bestur. Sumar klisjur borgar sig að halda í.
 • Það er best að bjóðast til að borga sinn hluta af reikningnum eða borga aðra hverja umferð ef þið farið og fáið ykkur í glas.
 • Vertu jákvæð/ur.
 • Vertu þú sjálf/ur og leyfðu þínum sanna persónuleika að skína.
 • Skildu sögurnar af fyrrverandi eftir heima. Það er best að forðast það að ræða fyrri sambönd.
 • Skemmtu þér vel og mundu að öllum finnst gaman að hlægja!
 • Ef þú hefur ekki góða tilfinningu fyrir stefnumótinu er best að binda endi á það og þakka viðkomandi fyrir komuna.

Það er í fínu lagi að faðmast eða kyssast eftir fyrsta stefnumót ef allt hefur gengið vel en ekki ganga alla leið á fyrsta stefnumóti. Það verður nógur tími til að kela þegar rétti tíminn er kominn.

Ad: