Kynningartextar á netinu

Það er ekki alltaf auðvelt að finna réttu manneskjuna meðal svona margra. Þess vegna höfum við tekið saman nokkur góð heilræði um það hvernig á að búa til góða kynningu sem eykur líkurnar á að þú finnir þá/þann sem þú leitar. 

Leggðu metnað í kynningarmyndina þína

Eitt mikilvægasta heilræðið er að byrja á að hlaða inn góðri kynningarmynd. Það er fimmtán sinnum líklegra að einhver skoði upplýsingasíðuna þína ef henni fylgir mynd af þér. Það er því skynsamlegt að eyða svolitlum tíma í að velja mynd sem þér líður vel með.

Veldu mynd sem snýst um ÞIG og er helst tekin á stað sem segir eitthvað um þig. Notaðu skýrustu myndina sem þú getur. Vefmyndavélar eru þægilegar en myndirnar eru oft ekki skýrar. Eitt gott ráð er að biðja vin að taka mynd af þér utandyra. Vertu viss um að ljósmyndarinn standi með bakið í sólina, svo allir skuggar falli rétt, og að þú sért í fókus.

Önnur góð hugmynd er að taka slatta af myndum og velja svo þá allra bestu. Farðu eitthvert sem þú ert afslöppuð/afslappaður. Skemmtu þér, hlæðu og slakaðu á – svoleiðis myndir koma oftast best út og gefa þér færi á að sýna persónuleika þinn. Annað atriði sem er gott að hafa í huga þegar þú hleður upp myndum er að þær séu nýlegar og sýni hvernig þú lítur út núna.

Vertu þú sjálf/ur

Það getur oft verið erfitt og flókið að skrifa kynningu. Maður fyllist auðveldlega vanmætti. Hafðu það einfalt og byrjaðu á grunnspurningunum sem blaðamaður myndi spyrja:

  • Hver?
  • Hvað?
  • Hvers vegna?
  • Hvenær?
  • Hvar?
  • Hvernig?

Hver ert þú? Hvað gerir þú á daginn? Hvað gerir þig hamingjusama/n? Að hverju ert þú að leita? Hvar vilt þú vera stödd/staddur eftir fimm ár? Vertu bara þú sjálf/ur. Talaðu um áhugamál þín, hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar þú ferð út að skemmta þér, en forðastu að segja hálf sannindi.

Talaðu um hvað þig dreymir um og útskýrðu hlutina í smáatriðum. Í staðinn fyrir að skrifa bara að þér finnist gaman að „hanga með vinum þínum“ getur þú skrifað að þér finnist gaman að spila spil, elda eða skora á vini þína í billjard. Kannski ert þú ferðafíkill? Talaðu um draumaferðina þína til Costa Rica eða um borgirnar sem þú vildir gjarnan heimsækja aftur.

Rétt stafsetning á upplýsingasíðunni þinni sýnir að þér sé alvara

Þegar þú ert búin/n að skrifa það sem þú vilt segja um sjálfa/n þig er sniðugt að lesa textann nokkrum sinnum yfir áður en þú setur hann á netið. Ein eða tvær innsláttarvillur geta auðveldlega slæðst inn eða ein eða tvær setningar sem eru eitthvað undarlega orðaðar. Ef þú ert óörugg/ur skaltu fá vin til að lesa textann yfir. Betur sjá augu en auga. Vertu viss um að forðast eitthvað stutt eins og „Ég klára þetta seinna. Nenni ekki núna.“ Öðrum meðlimum gæti fundist þetta merki um að þér sé engin alvara.

Fullkláruð upplýsingasíða stóreykur líkurnar á að þér gangi vel

Þegar þú skráir þig á Firstdate þarft þú að fylla út persónuupplýsingar. Þetta er einfalt og fljótlegt og þú getur verið örugg/ur í vitneskjunni um að við gefum ekki upp neinar viðkvæmar upplýsingar.

Líkurnar á að þú finnir hinn rétta maka fyrir þig aukast eftir því sem þú gefur upp meiri upplýsingar á upplýsingasíðunni þinni. Ítarlegar kynningar með mynd, góðum texta og staðreyndum um þig gera það auðveldara og fljótlegra að finna einhvern til að fara með á stefnumót.

Ad: