Örugg rafræn stefnumót

Það er eðlilegt að vera taugaóstyrk/ur þegar maður hittir einhvern í fyrsta skipti. Þess vegna vonast fólk til að hitta einhvern sem það á samleið með á síðunni okkar. Það er að mörgu að hyggja – hvernig er best að hegða sér á netinu og þegar þú hittir svo manneskjuna í eigin persónu. Þú getur gert ráð fyri rað flestir á Firstdate séu eins staddir og þú. Þau eru einlæg og þau langar að kynnast einhverjum eins og þér.

Heilræði fyrir örugg stefnumót

 • Hafðu almenna skynsemi að leiðarljósi í rafrænum stefnumótum. Manneskjan sem þú ert að spjalla við er kannski ekki öll þar sem hún er séð.
 • Hafðu sérstaklega varann á ef manneskjan er ekki með neinar myndir af sér uppi eða ef myndin af þeim virðist tekin af atvinnumönnum. Ef myndin er grunsamleg skaltu biðja um mynd sem er tekin við aðrar aðstæður til að vera viss.
 • Reyndu að kynnast manneskjunni vel áður en þið ákveðið að halda samskiptum ykkar áfram utan Firstdate.
 • Sumt er of gott til að vera satt… Vertu viss um að manneskjan sem þú hittir sé sá/sú sem hann/hún segist vera.
 • Ekki gefa upp neinar persónuupplýsingar fyrr en þú ert orðin/n viss. Hafðu sérstaklega varann á ef manneskjan vill halda áfram samskiptum á öðrum miðli. Bíddu með að gefa upp nafn þitt, símanúmer og heimilisfang þangað til þú ert orðin/n viss um að manneskjan sé sá/sú sem hann/hún þykist vera.
 • Sýndu skynsemi. Sama hvað þú þráir ástina er alltaf gáfulegra að bíða með að gefa upp nafn þitt.
 • Ef þú ferð á stefnumót, hafðu það á almanna færi. Það gæti verið hvort sem er á veitingastað, bókasafni eða kaffihúsi – mikilvægast er að vera innan um annað fólk.
 • Láttu einhvern vita að þú ætlir að hitta einhvern af netinu. Segðu viðkomandi hvern þú ætlar að hitta, hvar þið ætlið að hittast og hvenær þú reiknar með að koma heim.
 • Hlustaðu á eðlisávísunina! Ef eitthvað virðist vera of gott til að vera satt, þá er sú sennilega raunin.
 • Ekki eiga fyrsta stefnumót í heimahúsi. Hlutlaus staðsetning er best.
 • Ekki fara heim með einhverjum eftir fyrsta stefnumót. Kynnist hvort öðru first.
 • Farðu varlega í að lána peninga. Það er fullt af svindlurum sem eru tilbúnir til að eyða miklum tíma í að skrifast á við einhvern áður en þeir biðja allt í einu um lán og bera fyrir sig veikindi í fjölskyldunni eða svipaða sögu.
 • Ekki drekka mikið þegar þú ert að hitta einhvern í fyrsta sinn. Það er auðvelt að drekka einu glasi of mikið.
 • Taktu tíma í að kynnast manneskjunni og ekki gera allt í fyrsta skipti sem þið hittist. Jafnvel þó þér finnist þú vera ástfangin/n er best að bíða með sumt til seinni funda.
 • Notaðu almenna skynsemi. Ekki fara á stefnumót ef þú ert óviss með það.
 • Verndaðu sjálfa/n þig og bintu enda á stefnumótið ef þér finnst það óþægilegt eða þú ert óviss með hina manneskjuna.

Á Firstdate er öryggið mikilvægast

Ekki hika við að hafa samband við okkur á Firstdate ef þú ert með einhverjar spurningar eða grunsemdir. Við hjá Firstdate viljum að þér finnist þú örugg/ur þegar þú notar stefnumótaþjónustuna okkar. Okkar markmið er að gera síðuna örugga fyrir þig. Á Firstdate ert þú vernduð/verndaður og nafnlaus og getur sjálf/ur valið hversu miklar persónuupplýsingar þú lætur öðrum meðlimum í té.

Við biðjum þig að hafa samband við okkur ef þér finnst einhver sýna óviðeigandi eða óásættanlega hegðun eða ef viðkomandi virðist vera að villa á sér heimildir. Við erum í sífellu að uppfæra kerfi okkar og aðgerðir til að tryggja öryggi þitt. Þrátt fyrir þetta eru flesti á síðunni af sömu ástæðu og þú – til að finna ástina í lífi sínu!

Við leggjum okkur fram um að tryggja að allir meðlimir okkar komi fram við hvern annan á vingjarnlegan og viðeigandi hátt. Við viljum fá að vita af því ef þér finnst einhver hegða sér á óviðeigandi hátt eða ef einhver er með klámfengnar eða óviðeignadi myndir eða efni á síðunni sinni. Við berum ekki ábyrgð á efni sem meðlimir setja á síðuna sína og það er hlutverk meðlima að kynna sér notendareglur síðunnar.

Ad: