Um Firstdate

Firstdate var stofnað 1. desember 2008 með það að markmiði að verða besti rómantíski félagsmiðillinn á Norðurlöndum. Það er ansi metnaðarfullt markmið en nú, eftir að hafa unnið þrotlaust að því í aðeins nokkur ár, getum við stolt sagt frá að við erum mest nýtti rómantíski félagsmiðillinn á Norðurlöndum, með yfir milljón(!) meðlimi og yfir 20.000 áskrifendur. Á hverjum degi heimsækja um 100.000 einhleypir Firstdate. Einhver skráir sig á Firstdate á 30 sekúndna fresti.

Á engum öðrum rómantískum félagsmiðli eru jafn margir einhleypir nettengdir á hverjum degi – í Svíþjóð, Danmörku, Noregi, Finnlandi og á Íslandi. 82% gullmeðlima Firstdate kynnast einhverjum sem höfðar til þeirra.

Þar sem svo margir meðlima okkar finna ástina saman ákváðum við að taka upp algerlega einstaka stefnumótatryggingu. Hún felst í því að ef þú hefur verið gullmeðlimur í meira en 6 mánuði og ekki kynnst neinum sem höfðar til þín endurgreiðum við þér allt!

Það eru margir sem bjóða upp á þjónustu af svipuðu tagi en við teljum okkur hafa skapað betri stefnumótaþjónustu með margskonar spennandi aðgerðum sem gerir það auðveldara og skemmtilegra fyrir þig að kynnast einhverjum á Firstdate. Auk þess höfum við lagt mikinn metnað í að tryggja öryggi þeirra  upplýsinga sem okkur eru látnar í té. Það fylgir því öryggiskennd að vera meðlimur hjá okkur.

Hafðu endilega samband við okkur ef þig langar að spyrja að einhverju eða koma á framfæri athugasemdum um þjónustuna. Við reynum að vera alltaf mjög meðvituð um óskir okkar ástkæru meðlima og fyrirspurnir og athugasemdir gera okkur kleift að bæta þjónustu okkar enn frekar. Það er einfaldast að hafa samband við okkur með því að skrá sig inn og smella á
Hafðu samband við FD“.

Næsta markmið okkar er að verða aðal rómantíski félagsmiðillinn í Evrópu. En fyrst ætlum við að skara fram úr á Norðurlöndum.

Firstdate International AB
Box 194
178 02 Drottningholm
Sweden

Ad: