Velgengnissögur

Á þessum velgengnissögum sést að Firstdate er líklegri til árangurs en nokkur önnur stefnumótasíða.
Yfir 80% meðlima okkar finna einhvern fyrir sig, sem sýnir að við hjá Firstdate erum fremst á okkar sviði!

Þessar stuttu sögur eru bara brotabrot af öllum þeim yndislegu sögum sem okkar elskuðu meðlimir senda okkur á hverjum degi.

Segðu okkur endilega frá ef þú upplifir eitthvað einstakt sem meðlimur Firstdate – sendu okkur tölvupóst á successtories@firstdate.com!

Verðlaun í boði fyrir bestu sönnu sögurnar!
Stórt knús frá okkur hjá Firstdate

Ad:

success01

Það byrjaði allt eitt ágústkvöld þegar ég ákvað loksins að þora að skrá mig á Firstdate og skrifaði smá um sjálfa mig til að sjá hvað, ef eitthvað, kæmi út úr því. Þetta sama kvöld hafði samband við mig maður sem virtist vera með báða fætur á jörðinni. Hann vakti áhuga minn og ég svaraði honum strax. Við héldum svo áfram að spjalla og segja hvort öðru frá sjálfum okkur. Á endanum bauð hann mér á stefnumót. Við ákváðum að það væri gaman að hittast yfir kaffibolla næsta laugardag. Við hittumst á Starbucks á Oxford Street, fengum okkur kaffi og horfðum á mannlífið – þetta var mjög gaman. Við héldum áfram að skiptast á skilaboðum og spjalla og viku seinna fórum við í siglingu á frábæra bátnum hans og drukkum kaffi í sólinni. Við kunnum sífellt betur að meta hvort annað og smá saman urðu þessar tilfinningar að ást. Ég féll fyrir honum af því hann var hann sjálfur, ástríkur og umhyggjusamur, og af því að við skemmtum okkur vel saman. Hann kemur mér til að hlægja og lætur mér líða vel. Þetta var allt svo rétt og þess vegna ákváðum við að fara að búa saman. Nú hlökkum við til fyrsta sumarsins okkar sem par. Ég hef aldrei nokkurn tíma séð eftir því að hafa leitað að ástini á Firstdate.

Hæ! Þetta er sagan mín. Ég var búin að vera meðlimur í u.þ.b. tvo mánuði þegar ég sendi Lovemail skeyti. Margir svöruðu en það var ein manneskja sem ég féll sérstaklega fyrir. Hann var sætur og rómantískur og hafði sömu áhugamál og ég. Við fórum að skrifast á á hverjum degi í u.þ.b. viku, svo fékk ég símanúmerið hans og við skiftumst frekar á sms-um í nokkra daga áður en við ákváðum að hittast. Hann heitir Fredrik og hann býr á Skáni. Hann ferðaðist í fjóra tíma til að hitta mig á Vestur-Gautlandi. Þar sem hann stóð á lestarstöðinni og beið eftir mér leit hann út eins og prins í sólskininu :), svo sætur. Ég þorði ekki að fara út úr bílnum þegar ég kom svo hann þurfti að hoppa upp í. Síðan keyrðum við í þögn í klukkutíma niður að vatni (systir mín var með okkur). Þegar við komum þangað sátum við á bryggjunni og dorguðum, töluðum svolítið feimnislega saman og svo grilluðum við og áttum saman notalega tvo tíma áður en hann kom heim með mér. Við höfum verið saman síðan þá – 4. október 2014! Nú erum við hamingjusamasta fólk í heimi.

success03